FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 19:00 Bandaríkin voru heimsmeistarar árið 2019. Getty Images Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira