Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 09:01 McLaughlin átti eitt besta hlaup sögunnar í nótt. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi. Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Mikil spenna var fyrir greininni þar sem þær þrjár fljótustu í sögunni voru allar á meðal keppenda. Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum áttu hins vegar ekki roð í McLaughlin. McLaughlin þótti líklegust til sigurs eftir að hafa sett heimsmet í greininni fyrir rúmum mánuði síðan er hún hljóp metrana á 51,41 sekúndu. Fáir bjuggust hins vegar við yfirburðunum sem hún sýndi í nótt. Hún stakk snemma af og var ein á auðum sjó síðustu 200 metrana. Þá kom hún í mark á 50,78 sekúndum og bætti því fyrra met sitt um 76 hundraðshluta úr sekúndu. Töluvert á eftir McLaughlin kom Bol önnur í mark á 52,27 sekúndum og Muhammad hlaut brons. Sérfræðingar vestanhafs segja hlaup næturinnar vera á meðal þeirra betri í sögunni. Töluvert er síðan met hefur verið bætt svo rækilega, auk þess sem 51 sekúndna múrinn í greininni er fallinn. McLaughlin var að bæta heimsmetið í fjórða sinn á ferli sínum og sást þakka guði ítrekað eftir að hafa komið í mark. Hún sat þá ein á hlaupabrautinni töluvert lengi eftir að hlaupinu lauk. „Ég var bara að reyna að vinna úr mjólkursýrunni, en ég vildi líka staldra aðeins við og njóta augnabliksins,“ sagði McLaughlin í viðtali. Hún kveðst þó hvergi nærri hætt. „Ég held það sé alltaf hægt að bæta sig enn frekar. Það er ekki til hið fullkomna hlaup og ég held að framkvæmd þessa hlaups hafi ekki verið fullkomin,“ Næst síðasti dagur mótsins er í nótt og lokadagur þess er á aðfaranótt mánudags.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira