Áfanginn ber heitið „Harry Styles and the Cult of Celebrity: Identity, the Internet and European Pop Culture“ eða „Harry Styles og dýrkun frægðar: auðkenni, Internetið og evrópsk popp menning.“
Áfanginn mun einblína á kyngervi, kynhneigð, internet menningu, margmiðlun, stéttaskiptingu og neysluhyggju út frá Styles sjálfum og þróun frægðardýrkunar. Nemendur munu til dæmis læra hvernig á að sjá um samfélagsmiðlaherferðir og munu búa til hlaðvarp sem lokaverkefni áfangans. NPR greinir frá þessu.
Aðeins verður pláss fyrir rétt um tuttugu nemendur í áfanganum en áfanginn er í boði fyrir grunnnema við háskólann.
Hér að neðan má sjá tíst frá kennara áfangans, Louie Dean Valencia þar sem hann tilkynnir að Texas State háskóli hafi samþykkt kennslu hans næsta vor.
It's official, official. I'm teaching the world's first ever university course on the work of #HarryStyles is happening Spring 2023 at @TXST University (see description).
— Louie Dean Valencia (@BurntCitrus) July 16, 2022
This is what tenure looks like. Let's gooooo! pic.twitter.com/1z3vMZoxRV