Láta gott heita og gefa yngri hópum plássið: „Það hefur mikið gerst á þessum tíu árum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 20:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins, segir baráttunni ekki lokið. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur ákveðið að hætta störfum, tíu árum frá stofnun hans en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun þess í stað taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þetta árið. Talskona hópsins segir tímabært að yngri aktívistar taki við en fólk geti áfram dreift boðskapi Bleika fílsins. Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira