Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. júlí 2022 14:58 Mannsins er leitað í Flateyjardal. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí. Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til. Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til.
Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira