Skálaverðir í Drekagili sofnuðu í fínasta sumarveðri í gærkvöldi en ráku upp stór augu þegar þeir vöknuðu upp við snjókomu í morgun.
„Ég var að fá fréttir frá landverði sem er að ganga inn í Öskju núna og hann sagði að sums staðar væru skaflarnir upp að hnjám og við erum alveg á „nippinu“ að það sé jepplingafært upp eftir því það á að bæta í vindinn og þá er stutt í skafrenning og að það myndist skaflar á veginum. Við fylgjumst mjög vel með umferð og upplýsingagjöf á veginum núna,“ sagði Sigurður Erlingsson, landvörður í Drekagili.
