Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 09:21 Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu. Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu.
Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira