Þrír Íslendingar leika með Norrköping og voru þeir allir í byrjunarliðinu í kvöld. Þeir Ari Skúlason og Arnór Sigurðsson léku allan leikinn, en Andri Lucas var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik. Markvörðurinn Adam Benediktsson sat allan tíman á bekknum hjá Göteborg.
Heimamenn í Göteborg tóku forystuna eftir um hálftíma leik í kvöld áður en liðið tryggði sér 2-0 sigur með marki á 52. mínútu. Göteborg situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 27 stig eftir 16 leiki, 11 stigum meira en Norrköping sem situr í 12. sæti.