„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. ágúst 2022 16:17 Guðrún Lára ásamt eiginmanni sínum Trausta Gunnarssyni. Guðrún Lára Pálmadóttir Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01
Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04
Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47