Eldar krauma í 200 metra sprungu í Meradölum, um 1,5 kílómetra norður af Stóra-Hrút. Heldur hefur dregið úr jarðskjálftavirkni síðan gosið hófst. Fjöldi fólks hefur þegar lagt leið sína að gosstöðvunum, þrátt fyrir aðvaranir almannavarna, og útlit fyrir sprengikraft í ferðaþjónustunni.
Formaður Læknafélags Íslands segir neyðarástand blasa við heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu tekur undir áhyggjurnar.
Kínverjar hafa hafið heræfingar umhverfis Taívan. Um er að ræða umfangsmestu heræfingar sem Kínverjar hafa farið í á svæðinu en Taívanir hafa brugðist við ögruninni af mikilli yfirvegun.
Eldgos, heræfingar, íþróttir og veður í fréttum Bylgjunnar klukkan 12.