Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 13:09 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar. Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30
Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59
Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55