Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 12:30 Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu upp að gosstöðvum í morgun. Vísir/Vilhelm Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær í samráði við björgunarsveitir að loka gosstöðvunum í Meradölum í dag. Lokunin tók gildi klukkan fimm í morgun og staðan verður endurmetin síðar í dag. „Lokanirnar hafa bara gengið fínt, það eru bara einhverjir túristar sem eru að koma og tékka, hafa ekki fengið upplýsingarnar og þeim er bara snúið við,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Almannavarnir beindu því til almennings í gær að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni og þeirri beiðni sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og annarra sem eiga í samskiptum við ferðamenn. Svo virðist þó sem einhverjir hafi ekki fengið að vita af lokuninni en þó ekki margir. „Sem eru bara á öðrum fjölmiðlum en við og eru ekki að sjá Safe Travel.“ Einhverjir hafi verið vonsviknir. „Já, þeir hafa náttúrulega takmarkaðan tíma á landinu og stundum kemur það alveg en þau skilja það alveg,“ segir Bogi. Björgunarsveitir munu þá funda með lögreglu og fulltrúum veðurstofunnar um miðjan daginn í dag til að endurmeta stöðuna, hvort tilefni sé til að opna gosstöðvarnar að nýju. Úrhelli er spáð á Suðvesturlandi og Faxaflóa í dag og lélegu skyggni, sem reynst getur erfitt á torfærum svæðum eins og gosstöðvunum. Þá er nokkuð hvasst á Reykjanesskaga en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu. Þá mun gasi frá eldgosinu blása yfir höfuðborgarsvæðið síðar í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gasið berast yfir höfuðborgarsvæðið um miðjan daginn í dag og fram á kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12 Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07 Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Engar breytingar á gosinu sem bannað er að heimsækja í dag Eldgosið í Meradölum heldur uppteknum hætti og breytist ekkert milli daga að sögn náttúruvársérfræðings. Vonskuveður er við gosstöðvarnar og ákveðið var í gær að loka svæðinu fyrir almenningi. 7. ágúst 2022 08:12
Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. 6. ágúst 2022 20:07
Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6. ágúst 2022 17:32