Aron Bjarnason spilaði allan leikinn í vængbakverðinum hægra megin en Óli Valur Ómarsson sat hins vegar sem fastast á varamannabekknum allan leikinn.
Davíð Kristján Ólafsson var svo á sínum stað í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Kalmar þegar liðið lagði AIK að velli með einu marki gegn engu.
Kalmar situr í sjöunda sæti deildarinnar með 27 stig en Sirius komst í 24 stig með sigrinum í dag og er í níunda sæti.