Giftu sig degi of snemma Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 23:00 Þrátt fyrir að gosið hafi byrjað degi eftir brúðkaupið náðu Michael, Benno og Julija að skella sér í myndatöku við hraunið. Aðsend Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija. Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Spöruðu tæplega fimm hundruð þúsund á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Sjá meira
Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija.
Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Spöruðu tæplega fimm hundruð þúsund á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Sjá meira