Olivia Newton-John er látin Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2022 19:36 Olivia Newton-John greindist fyrst með krabbamein fyrir þrjátíu árum síðan. Getty Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár. Hún fæddist í Cambridge í Bretlandi árið 1948 en þegar hún var sex ára gömul flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Melbourne í Ástralíu. Hún fluttist síðan til Bretlands árið 1965 til að eltast við drauminn um að verða söngkona. Newton-John var hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Grease frá árinu 1978 þar sem hún lék Sandy Olsson. Hún hafði áður slegið í gegn sem söngkona en lög á borð við You‘re the One that I Want, Summer Nights og Hopelessly Devoted to You úr Grease munu lifa í manna minnum það sem eftir er. Newton-John greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 1992 en tókst að sigra það. Hún greindist hins vegar aftur árið 2013 og enn einu sinni árið 2017. Samkvæmt TMZ vildi talsmaður fjölskyldu hennar ekki staðfesta hvort það hafi verið krabbameinið sem dró hana til dauða. Newton-John eignaðist eina dóttur, Chloe Lattanzi, með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Matt Lattanzi. Olivia giftist John Easterling, stofnanda Amazon Herb Company, árið 2008 en þau bjuggu saman seinustu ár Oliviu á búgarði í Santa Ynez-dalnum í Kaliforníu-ríki. Newton-John ásamt Jeff Coneway sem fór með hlutverk Kenickie í Grease á tuttugu ára afmælissýningu Grease árið 1998.Getty Andlát Hollywood Ástralía Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Hún fæddist í Cambridge í Bretlandi árið 1948 en þegar hún var sex ára gömul flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Melbourne í Ástralíu. Hún fluttist síðan til Bretlands árið 1965 til að eltast við drauminn um að verða söngkona. Newton-John var hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Grease frá árinu 1978 þar sem hún lék Sandy Olsson. Hún hafði áður slegið í gegn sem söngkona en lög á borð við You‘re the One that I Want, Summer Nights og Hopelessly Devoted to You úr Grease munu lifa í manna minnum það sem eftir er. Newton-John greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 1992 en tókst að sigra það. Hún greindist hins vegar aftur árið 2013 og enn einu sinni árið 2017. Samkvæmt TMZ vildi talsmaður fjölskyldu hennar ekki staðfesta hvort það hafi verið krabbameinið sem dró hana til dauða. Newton-John eignaðist eina dóttur, Chloe Lattanzi, með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Matt Lattanzi. Olivia giftist John Easterling, stofnanda Amazon Herb Company, árið 2008 en þau bjuggu saman seinustu ár Oliviu á búgarði í Santa Ynez-dalnum í Kaliforníu-ríki. Newton-John ásamt Jeff Coneway sem fór með hlutverk Kenickie í Grease á tuttugu ára afmælissýningu Grease árið 1998.Getty
Andlát Hollywood Ástralía Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira