Mjaldurinn í Signu svæfður eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 08:56 Mjaldurinn vakti mikla athygli á meðan hann svamlaði um í Signu. Ap/Aurelien Morissard Vannærður mjaldur sem fastur var í ánni Signu í rúma viku var fluttur þaðan í gær í umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Til stóð að færa hvalinn í saltvatnstank í Normandí til að bjarga lífi hans en í dag var greint frá því að mjaldurinn hafi drepist á leiðinni. Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður. Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður.
Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28