Ferðamálastofa hefur unnið samanburð á nýjustu flutningstölum norrænna flugfélaga við sögulegar tölur fyrir Covid-19 faraldurinn, sem lék flugfélög víða um heim grátt.
Í samanburði við önnur norræn flugfélög er Icelandair komið næst for-Covid farþegafjölda sínum, í 89 prósent, heilum tuttugu prósentustigum fyrir ofan næsta félag, sem er Finnair.

Farþegar með Icelandair til landsins, svokallaðir „to“ farþegar, í júlí síðastliðnum námu 92 prósent af fjölda slíkra farþega í júlí árið 2019.
Þá er einnig bent á að sætanýting Icelandair í júlí sé betri nú en í sama mánuðu árið 2019, þó bent sé á að sætaframboð Icelandair sé minna nú en þá.

Flugfélagið Play er ekki inn í þessum samanburði Ferðamálastofu, enda var flugfélagið ekki til árið 2019. Tekið er þó fram að sætanýting þess í júlí, síðasta mánuði, hafi verið 88 prósent.