Segja Rússland vera hryðjuverkaríki Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 11:29 Frá Riga í Lettlandi. EPA/TOMS KALNINS Þingmenn Lettlands samþykktu í morgun ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og aðgerðir Rússa í Úkraínu væru tilraunir til þjóðarmorðs á úkraínsku þjóðinni. Þingmennirnir kölluðu eftir því að önnur ríki lýsi því einnig yfir að Rússland sé hryðjuverkaríki. Í frétt AFP fréttaveitunnar er haft eftir þingmönnum að árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu hafi pólitískan tilgang og því séu þær hryðjuverk. Í ályktuninni segir að Rússar noti þjáningu og ógnanir til að reyna að draga móðinn úr úkraínsku þjóðinni og hernum og til að lama ríkisrekstur Úkraínu með því markmiði að hernema landið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Lettlands segir einnig í ályktuninni að Rússar hafi stutt og fjármagnað aðrar ríkisstjórnir sem fremji hryðjuverk og hryðjuverkasamtök um árabil. Það hafi Rússar gert beint og óbeit með stuðningi við ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Rússar hafi einnig framið hryðjuverk eins og með Skripal-eitruninni og með því að skjóta niður malasísku farþegaþotuna MH-17. Rihard Kols er formaður utanríkismálanefndar þingsins. The Saeima's statement calls on EU countries to immediately suspend the issuance of tourist and entry visas to Russian and Belarusian citizens. Things cannot and will not go back to normal - not with Russia and their terrorists sowing death and destruction on the world.— Rihards Kols (@RihardsKols) August 11, 2022 Þá segir í ályktuninni að innrás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að tólf milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og fimm milljónir hafi þurft að flýja land. Þar að auki hafi fjölmörg ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu litið dagsins ljós. Borgarar hafi meðal annars verið myrtir, þeir pyntaðir og þeim nauðgað. Þingið kallaði eftir því að Evrópusambandið hætti að veita ferðamönnum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegabréfsáritanir og dragi almennt úr útgáfu vegabréfsáritana til fólks frá þessum löndum. Þjóðþing Litháens samþykkti í maí sambærilega ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og Rússar reyndu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu. Lettland Rússland Hvíta-Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Í frétt AFP fréttaveitunnar er haft eftir þingmönnum að árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu hafi pólitískan tilgang og því séu þær hryðjuverk. Í ályktuninni segir að Rússar noti þjáningu og ógnanir til að reyna að draga móðinn úr úkraínsku þjóðinni og hernum og til að lama ríkisrekstur Úkraínu með því markmiði að hernema landið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Lettlands segir einnig í ályktuninni að Rússar hafi stutt og fjármagnað aðrar ríkisstjórnir sem fremji hryðjuverk og hryðjuverkasamtök um árabil. Það hafi Rússar gert beint og óbeit með stuðningi við ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Rússar hafi einnig framið hryðjuverk eins og með Skripal-eitruninni og með því að skjóta niður malasísku farþegaþotuna MH-17. Rihard Kols er formaður utanríkismálanefndar þingsins. The Saeima's statement calls on EU countries to immediately suspend the issuance of tourist and entry visas to Russian and Belarusian citizens. Things cannot and will not go back to normal - not with Russia and their terrorists sowing death and destruction on the world.— Rihards Kols (@RihardsKols) August 11, 2022 Þá segir í ályktuninni að innrás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að tólf milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og fimm milljónir hafi þurft að flýja land. Þar að auki hafi fjölmörg ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu litið dagsins ljós. Borgarar hafi meðal annars verið myrtir, þeir pyntaðir og þeim nauðgað. Þingið kallaði eftir því að Evrópusambandið hætti að veita ferðamönnum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegabréfsáritanir og dragi almennt úr útgáfu vegabréfsáritana til fólks frá þessum löndum. Þjóðþing Litháens samþykkti í maí sambærilega ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og Rússar reyndu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu.
Lettland Rússland Hvíta-Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05
Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02
Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21