„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertssonar er borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. „Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01