„Ég er ekki að sofa hjá honum“ Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 12:31 Haaland og Guardiola takast í hendur eftir að Haaland var skipt út af í leiknum gegn West Ham í fyrstu umferð deildarinnar. Getty Images Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er eitt heitasta umræðuefni fjölmiðlamanna í Bretlandi en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, virðist vera orðinn þreyttur á endalausum spurningum um Haaland á fréttamannafundum félagsins. Haaland kom til City frá Dortmund í sumar eftir að hafa verið einn eftirsóttasti leikmaðurinn á félagaskiptamarkaðinum. Norski framherjinn heillaði í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn West Ham. Var Haaland fyrsti leikmaður City til að skora tvö úrvalsdeildarmörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið síðan Sergio Aguero gerði það árið 2011. Framherjinn varð enn eina ferðina aðal umræðuefnið á fréttamannafundi Guardiola fyrir leikinn gegn Bournemouth sem fer fram seinna í dag. „Ég er ekki að sofa hjá honum,“ grínaðist Guardiola aðspurður að því hvernig Haaland tækist á við þá pressu sem er á honum utan vallarins. „Ég er ekki með honum þegar hann er heima hjá sér,“ bætti knattspyrnustjórinn við, þreyttur á ítrekuðum spurningum um Haaland. „Það sem ég sé af honum á æfingasvæðinu er að hann er yfirvegaður. Hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn Liverpool og hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn West Ham.“ Haaland fær of mikla athygli á allt sem hann gerir að mati Guardiola. Knattspyrnustjórinn telur gagnrýnina sem framherjinn fékk eftir leikinn gegn Liverpool of ýkta. „Í þeim leikjum sem hann skorar ekki mark segir fólk að hann sé ekki nógu góður. Þá er eins og heimurinn sé að farast og allt sé hræðilegt. Hann er frábær framherji, ef þú berð saman tölfræðina hans og allra bestu framherja sögunar, á þessum aldri, þá er hann sá besti. Hann er enn þá mjög ungur,“ sagði Guardiola um þennan 22 ára gamla framherja. Enski boltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Haaland kom til City frá Dortmund í sumar eftir að hafa verið einn eftirsóttasti leikmaðurinn á félagaskiptamarkaðinum. Norski framherjinn heillaði í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn West Ham. Var Haaland fyrsti leikmaður City til að skora tvö úrvalsdeildarmörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið síðan Sergio Aguero gerði það árið 2011. Framherjinn varð enn eina ferðina aðal umræðuefnið á fréttamannafundi Guardiola fyrir leikinn gegn Bournemouth sem fer fram seinna í dag. „Ég er ekki að sofa hjá honum,“ grínaðist Guardiola aðspurður að því hvernig Haaland tækist á við þá pressu sem er á honum utan vallarins. „Ég er ekki með honum þegar hann er heima hjá sér,“ bætti knattspyrnustjórinn við, þreyttur á ítrekuðum spurningum um Haaland. „Það sem ég sé af honum á æfingasvæðinu er að hann er yfirvegaður. Hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn Liverpool og hann var yfirvegaður eftir leikinn gegn West Ham.“ Haaland fær of mikla athygli á allt sem hann gerir að mati Guardiola. Knattspyrnustjórinn telur gagnrýnina sem framherjinn fékk eftir leikinn gegn Liverpool of ýkta. „Í þeim leikjum sem hann skorar ekki mark segir fólk að hann sé ekki nógu góður. Þá er eins og heimurinn sé að farast og allt sé hræðilegt. Hann er frábær framherji, ef þú berð saman tölfræðina hans og allra bestu framherja sögunar, á þessum aldri, þá er hann sá besti. Hann er enn þá mjög ungur,“ sagði Guardiola um þennan 22 ára gamla framherja.
Enski boltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira