Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Francis Laufkvist Kristinsbur skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar