Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 19:00 Ísabella í leik með Breiðablik síðasta vetur. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. „Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki. Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki.
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15
Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29
Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum