Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 09:30 Það var nóg um að vera í leik KR og Víkings í gær. Vísir/Diego Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins. Hallur Hansson hélt hann hefði komið KR yfir á 16. mínútu eftir stórbrotna fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar, raunar var um tvær frábærar fyrirgjafir að ræða. Á endanum ákvað Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, að dæma markið af vegna rangstöðu í fyrri fyrirgjöf Atla. Ægir Jarl Jónasson var þá talinn vera fyrir innan þegar hann reyndi að ná til knattarins, sem hann þó ekki gerði. Rangstaða var hins vegar á endanum niðurstaðan og markið dæmt af. Það er mikið talað um markið sem var dæmt af KR á 16.mínútu. Er þetta rangstaða? pic.twitter.com/NPssNBgNIb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Víkingar þurftu að gera skiptingu um miðbik fyrri hálfleiksins. Bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson kom af velli og sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson kom inn. Sóknarsinnuð skipting Arnars Gunnlaugssonar bar árangur skömmu síðar er Pablo Punyed, sem var mættur í vinstri bakvörðinn, gaf fyrir og Erlingur Agnarsson stangaði knöttinn í netið. Erlingur var ískyggilega einn í markteig KR og varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Að því var ekki spurt og staðan orðin 1-0. Erlingur Agnarsson kom bikarmeisturum Víkings á bragðið gegn KR í leik liðanna í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla. Erlingur skoraði 1-0 á 31. mínútu. pic.twitter.com/ZUjPyScAif— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Markið var keimlíkt fyrsta markinu en að þessu sinni átti Helgi Guðjónsson sendingu inn á teig og Birnir Snær Ingason kom boltanum í netið. Aftur var leikmaður Víkinga ískyggilega einn á auðum sjó í vítateig KR. 5 mínútum eftir að Víkingar komust yfir juku þeir forystuna í 2-0 gegn KR. Birnir Snær Ingason með alvöru afgreiðslu þarna. pic.twitter.com/yUvAcrJM4C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Undir blálok fyrri hálfleik minnkaði Theodór Elmar Bjarnason muninn með yfirvegaðri afgreiðslu eftir að boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Staðan 2-1 er gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Theodór Elmar Bjarnason með mikilvægt mark fyrir KR í blálok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 2-1 fyrir Víking. pic.twitter.com/o5yWTYhN0M— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Ari Sigurpálsson heimamönnum 3-1 yfir. Hann var sendur í gegn upp vinstri vænginn eftir að Kennie og Atli gátu ekki stöðvað sókn Víkinga. Ari fékk að vaða einn og óáreittur inn á teig, Arnór Sveinn Aðalsteinsson mætti á endanum af hálfum hug en Ari kláraði auðveldlega niðri í hornið fjær. KR ingar létu þriðja mark Víkinga síður en svo brjóta sig niður og Atli Sigurjónsson er búinn að minnka muninn í 3-2 á 66. mínútu. pic.twitter.com/cgZT9TxBB0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Stefán Árni Geirsson kom inn af bekk KR og breytti sóknarleik liðsins. Hann gaf fyrir markið á 66. mínútu og þar var Atli Sigurjónsson af öllum mönnum mættur og skallaði af öryggi í netið, staðan orðin 3-2 og leikurinn galopinn. Ari Sigurpálsson kom Víkingum í 3-1 á 55. mínútu. pic.twitter.com/SVkWKKinrv— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Á 83. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Boltinn kom inn á teig Víkinga, það var brotið á leikmanni KR en Stefán Árni skilaði boltanum hins vegar í netið nánast á sömu sekúndu. Pétur dómari hafði hins vegar blásið í flautu sína og dæmt vítaspyrnu. Hún stóð og Pétri til mikillar lukku þá skoraði Sigurður Bjartur Hallsson úr vítinu og staðan orðin jöfn 3-3. Upphafið að dramatíkinni á lokamínútunum. KR ingar skora en vítaspyrna dæmd sem Sigurður Hallsson skorar úr og jafnar í 3-3 á 84. mínútu. pic.twitter.com/wlwSog9Bm8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar fengu Víkingar vítaspyrnu. Að þessu sinni var Pétur heila eilífð að flauta en benti á endanum á punktinn. Pontus Lindgren hafði togað Danijel Dejan Djuric niður innan vítateigs að mati Péturs og aðstoðardómara hans. Helgi fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan orðin 4-3 bikarmeisturum Víkings í vil. Tveimur mínútum eftir jöfnunarmark KR fær Víkingur umdeilda vítaspyrnu sem Helgi Guðjónsson skorar úr og kemur Víkingi í 4-3 á 87. mínútu. pic.twitter.com/u8dbys7QEQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Það var svo varamaðurinn Sigurður Steinar Björnsson sem gulltryggði sigur Víkinga á 89. mínútu með fínu marki. Lokatölur 5-3 og Víkingar komnir í undanúrslit Mjólkurbikars karla 2022. Dramatíkin fullkomnuð á Víkingsvelli, Sigurður Steinar Björnsson tryggir Víkingum 5-3 sigur og bikarmeistararnir eru komnir í undanúrslit. pic.twitter.com/wlef3ww71C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur-KR 5-3 | Hádramatískt í Víkinni Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Lokatölur 5-3, en tvær vítaspyrnur voru dæmdar á seinustu mínútum leiksins. 18. ágúst 2022 21:54 Arnar Gunnlaugsson: Helgi er náttúrulega orðinn Víkings legend Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú fyrr í kvöld. En Víkingur vann leikinn 5-3 og er liðið komið í undanúrslit. 18. ágúst 2022 23:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Hallur Hansson hélt hann hefði komið KR yfir á 16. mínútu eftir stórbrotna fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar, raunar var um tvær frábærar fyrirgjafir að ræða. Á endanum ákvað Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, að dæma markið af vegna rangstöðu í fyrri fyrirgjöf Atla. Ægir Jarl Jónasson var þá talinn vera fyrir innan þegar hann reyndi að ná til knattarins, sem hann þó ekki gerði. Rangstaða var hins vegar á endanum niðurstaðan og markið dæmt af. Það er mikið talað um markið sem var dæmt af KR á 16.mínútu. Er þetta rangstaða? pic.twitter.com/NPssNBgNIb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Víkingar þurftu að gera skiptingu um miðbik fyrri hálfleiksins. Bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson kom af velli og sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson kom inn. Sóknarsinnuð skipting Arnars Gunnlaugssonar bar árangur skömmu síðar er Pablo Punyed, sem var mættur í vinstri bakvörðinn, gaf fyrir og Erlingur Agnarsson stangaði knöttinn í netið. Erlingur var ískyggilega einn í markteig KR og varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Að því var ekki spurt og staðan orðin 1-0. Erlingur Agnarsson kom bikarmeisturum Víkings á bragðið gegn KR í leik liðanna í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla. Erlingur skoraði 1-0 á 31. mínútu. pic.twitter.com/ZUjPyScAif— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Aðeins fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Markið var keimlíkt fyrsta markinu en að þessu sinni átti Helgi Guðjónsson sendingu inn á teig og Birnir Snær Ingason kom boltanum í netið. Aftur var leikmaður Víkinga ískyggilega einn á auðum sjó í vítateig KR. 5 mínútum eftir að Víkingar komust yfir juku þeir forystuna í 2-0 gegn KR. Birnir Snær Ingason með alvöru afgreiðslu þarna. pic.twitter.com/yUvAcrJM4C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Undir blálok fyrri hálfleik minnkaði Theodór Elmar Bjarnason muninn með yfirvegaðri afgreiðslu eftir að boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Staðan 2-1 er gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Theodór Elmar Bjarnason með mikilvægt mark fyrir KR í blálok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 2-1 fyrir Víking. pic.twitter.com/o5yWTYhN0M— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Ari Sigurpálsson heimamönnum 3-1 yfir. Hann var sendur í gegn upp vinstri vænginn eftir að Kennie og Atli gátu ekki stöðvað sókn Víkinga. Ari fékk að vaða einn og óáreittur inn á teig, Arnór Sveinn Aðalsteinsson mætti á endanum af hálfum hug en Ari kláraði auðveldlega niðri í hornið fjær. KR ingar létu þriðja mark Víkinga síður en svo brjóta sig niður og Atli Sigurjónsson er búinn að minnka muninn í 3-2 á 66. mínútu. pic.twitter.com/cgZT9TxBB0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Stefán Árni Geirsson kom inn af bekk KR og breytti sóknarleik liðsins. Hann gaf fyrir markið á 66. mínútu og þar var Atli Sigurjónsson af öllum mönnum mættur og skallaði af öryggi í netið, staðan orðin 3-2 og leikurinn galopinn. Ari Sigurpálsson kom Víkingum í 3-1 á 55. mínútu. pic.twitter.com/SVkWKKinrv— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Á 83. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Boltinn kom inn á teig Víkinga, það var brotið á leikmanni KR en Stefán Árni skilaði boltanum hins vegar í netið nánast á sömu sekúndu. Pétur dómari hafði hins vegar blásið í flautu sína og dæmt vítaspyrnu. Hún stóð og Pétri til mikillar lukku þá skoraði Sigurður Bjartur Hallsson úr vítinu og staðan orðin jöfn 3-3. Upphafið að dramatíkinni á lokamínútunum. KR ingar skora en vítaspyrna dæmd sem Sigurður Hallsson skorar úr og jafnar í 3-3 á 84. mínútu. pic.twitter.com/wlwSog9Bm8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar fengu Víkingar vítaspyrnu. Að þessu sinni var Pétur heila eilífð að flauta en benti á endanum á punktinn. Pontus Lindgren hafði togað Danijel Dejan Djuric niður innan vítateigs að mati Péturs og aðstoðardómara hans. Helgi fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan orðin 4-3 bikarmeisturum Víkings í vil. Tveimur mínútum eftir jöfnunarmark KR fær Víkingur umdeilda vítaspyrnu sem Helgi Guðjónsson skorar úr og kemur Víkingi í 4-3 á 87. mínútu. pic.twitter.com/u8dbys7QEQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022 Það var svo varamaðurinn Sigurður Steinar Björnsson sem gulltryggði sigur Víkinga á 89. mínútu með fínu marki. Lokatölur 5-3 og Víkingar komnir í undanúrslit Mjólkurbikars karla 2022. Dramatíkin fullkomnuð á Víkingsvelli, Sigurður Steinar Björnsson tryggir Víkingum 5-3 sigur og bikarmeistararnir eru komnir í undanúrslit. pic.twitter.com/wlef3ww71C— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 18, 2022
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur-KR 5-3 | Hádramatískt í Víkinni Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Lokatölur 5-3, en tvær vítaspyrnur voru dæmdar á seinustu mínútum leiksins. 18. ágúst 2022 21:54 Arnar Gunnlaugsson: Helgi er náttúrulega orðinn Víkings legend Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú fyrr í kvöld. En Víkingur vann leikinn 5-3 og er liðið komið í undanúrslit. 18. ágúst 2022 23:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur-KR 5-3 | Hádramatískt í Víkinni Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan sigur gegn KR í kvöld. Lokatölur 5-3, en tvær vítaspyrnur voru dæmdar á seinustu mínútum leiksins. 18. ágúst 2022 21:54
Arnar Gunnlaugsson: Helgi er náttúrulega orðinn Víkings legend Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú fyrr í kvöld. En Víkingur vann leikinn 5-3 og er liðið komið í undanúrslit. 18. ágúst 2022 23:02
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð