Auglýst í starf Arnars mjög fljótlega: „Fengið mjög mikla og góða hjálp“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 11:00 Arnar Þór Viðarsson hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðs karla á miklum umbrotatímum. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson segir það „að sjálfsögðu ekki ákjósanlegt“ að hann skuli í svo langan tíma hafa gegnt tveimur stórum störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Það hafi gengið með góðri aðstoð. Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar. KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þegar Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari karla í desember 2020 kom fram að hann yrði jafnframt áfram yfirmaður knattspyrnumála „tímabundið“. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan þá og Arnar er enn yfirmaður knattspyrnumála, eða „sviðsstjóri knattspyrnusviðs“ eins og segir á vef KSÍ. Auglýst verður í starfið á næstu dögum eða vikum, að sögn Arnars. Gild rök séu fyrir því hve málið hafi dregist, vegna þess hve mikið gekk á í höfuðstöðvum KSÍ á síðasta ári sem endaði með sérstöku aukaþingi og stjórnarskiptum. „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í sumar þegar hún var spurð af hverju ekki hefði verið brugðist fyrr við, svo Arnar þyrfti ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma. Í kjölfarið á þessum ummælum tilkynnti KSÍ svo um að Jörundur Áki Sveinsson hefði tekið tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna Arnars sem sneru að yngri landsliðum karla og kvenna. Arnar segist raunar hafa „fengið mjög mikla og góða hjálp“ frá öllum landsliðsþjálfurunum sem starfi hjá KSÍ. „Ég er búinn að vera mjög heppinn með það og hef getað dreift ákveðnum verkefnum áfram á hina þjálfarana,“ segir Arnar. „Þetta hefur gengið því ég hef fengið hjálp. Það eru hlutir sem maður getur gert þó að maður sé þjálfari, samningamál við fyrirtæki og annað sem maður getur gert á milli tarna. En til að stunda þetta 100 prósent þá er þessi staða að sjálfsögðu ekki ákjósanleg, en það er eitthvað sem við vissum,“ segir Arnar. Hann segir það ekki óeðlilegt að þó að ný stjórn hafi verið kjörin í febrúar sé nú í ágúst ekki enn búið að auglýsa starfið. Gera þurfi þarfagreiningu og starfslýsingu, og til að mynda sé ýmislegt í nýrri handbók FIFA sem taka þurfi mið af. „En það var aldrei ætlunin í upphafi að þetta yrði svona lengi. Við höfum reynt að leysa þetta saman eftir okkar bestu getu, út frá þeirri stöðu sem við lentum í hérna innanhúss. Það er góður andi hérna og gott fólk sem hjálpast að. En til að það sé sem best virkni hjá knattspyrnusviðinu þurfum við að klára þetta mál og það er í ferli,“ segir Arnar.
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. 19. ágúst 2022 08:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn