Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster.
Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar.

Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur.
Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Landsliðshópur Íslands:
- Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59)
- Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70)
- Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði)
- Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93)
- Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20)
- Kári Jónsson · Valur (26)
- Kristófer Acox · Valur (46)
- Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22)
- Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3)
- Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52)
- Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18)
- Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74)
13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing
Læknir: Hallgrímur Kjartansson
Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender
Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson
Fyrirkomulag keppninnar
Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín.
Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar.
Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.