Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 10:01 Sir Alex Ferguson yfirgefur réttarsal í Manchester í gær. Skjáskot/Sky News Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi. Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi.
Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01
Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30
Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31