Enginn skorað jafn mikið fyrir eitt lið og Kane í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 07:00 Stuðningsmenn Tottenham ættu að vera orðnir vanir þvi að sjá Harry Kane fagna mörkum. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Harry Kane skoraði eina mark leiksins er Tottenham vann nauman 1-0 sigur í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham hefur farið vel af stað á tímabilinu og lyfti sigurinn liðinu tímabundið á topp deildarinnar. Markið sem Kane skoraði var tímamótamark fyrir leikmanninn af tveimur ástæðum. Þetta var hans 250. mark í treyju Tottenham í öllm keppnum, en markið gerði hann einnig að þeim leikmanni sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir eitt og sama liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá má einnig minnast á það að þetta var einnig tímamótamark fyrir Tottenham Hotspur sem félag, en þetta var þúsundasta markið sem liðið skorar á heimavelli. One goal, three milestones 🔥✅ Most PL goals for one club✅ Fourth in the all-time PL goalscorer standings✅ Scorer of our 1,000th home PL goal pic.twitter.com/KEQn55uEIv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 20, 2022 Kane hefur nú skorað 185 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Fyrir leikinn var hann jafn Sergio Agüero sem skoraði á sínum tíma 184 mörk fyrir Manchester City. Kane hefur nú tekið fram úr Agüero og er þar með einn í toppsætinu yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fyrir eitt og sama félagið. Þá er Kane einnig orðinn fjórði markahæsti leikmaður sögunnar í deildinni, en aðeins Alan Shearer, Wayne Rooney og Andrew Cole skoruðu fleiri mörk en hann hefur gert. Harry Kane has scored the most goals for one club in #PL history 👏⚪️@HKane | @SpursOfficial pic.twitter.com/VuTEkLCXhq— Premier League (@premierleague) August 20, 2022 Kane er aðeins tveimur mörkum á eftir Cole og því verður að teljast ansi líklegt að hann komi sér í þriðja sætið á næstu vikum. Hvort hann nái að bæta met Shearer, sem skoraði 260 deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni, verður þó að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira