Bubbi fann fyrir nýju lífi
„Litli laumufarþeginn hefur, nú þegar, leikið Bubba Morthens með mömmu sinni í leikhúsinu og tekið þátt í trylltu dansleikhúsi með Kristjáni Ingimarssyni í Room 4.1. En mamman hefur nú tekið ákvörðun um að stíga út úr 9 líf og einbeita sér að því að taka á móti „9“ lífi,“ segir Rakel meðal annars í tilkynningunni.
„Til gamans má geta að elsku Bubbi, með sinni næmni, tjáði mér skömmu fyrir daginn örlagaríka að ég ætti von á barni og var því fyrstur til að flytja mér fréttirnar. Dálítið táknrænt,“ segir Rakel.
ÞAU
Parið er í hljómsveitinni ÞAU sem var stofnuð eftir að Rakel og Garðar kynntust í leikhúsinu og fóru fljótlega að prófa sig áfram í að skapa tónlist utan vinnunnar. Nýlega kom út platan ÞAU taka Vestfirði sem inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld. Rakel útilokar ekki nýtt efni frá þeim á komandi vetri:
„Eitthvað segir mér að tónlistargyðjan fái að njóta sín betur í vetur. „ÞAU taka vögguvísur“ væri til dæmis góður titill á næstu plötu. Hvað segir þú Gaddi?“