Fimm bestu félagsskiptin: Eftirsóttasti bitinn en fór í heimahaga pabba Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Leikstjórnandinn Hergeir Grímsson gekk í raðir Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjarnan hefur staðið sig best í að ná í leikmenn í sumar fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta, miðað við topp fimm lista Handkastsins yfir bestu félagaskiptin. Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, sem þjálfaði Gróttu í Olís-deildinni síðustu ár, valdi fimm bestu félagaskiptin í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan, eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar Daði nefndi að það að Afturelding hafi fengið markvörðinn Jovan Kukobat frá Víkingi væru þau félagaskipti sem hefðu verið næst því að komast á listann, en topp fimm listann má sjá hér að neðan. Umræðan í þættinum hefst eftir hálftíma hlustun. 5. Ísak Rafnsson úr FH í ÍBV „Ég held að þetta sé mjög gott „sign“ fyrir ÍBV. Múra betur fyrir vörnina. Rúnar Kárason var allt of mikið að spila þrist hjá þeim í 6-0 vörninni í fyrra. Núna geta verið þarna Róbert Sigurðsson og Ísak Rafnsson. Tveir fautar, með hæð og reynslu og gæði,“ sagði Arnar Daði. 4. Jóhann Karl Reynisson í Stjörnuna Jóhann Karl hætti í handbolta fyrir nokkrum árum en snýr nú aftur með liði Stjörnunnar. „Hann fékk höfuðhögg og það var ástæðan fyrir því að hann hætti. Vonandi helst hann fjarri því að fá höfuðhögg því þetta er ótrúlega skemmtilegt „sign“. Stjörnuvörnin var alls ekki nógu góð í fyrra en Jóhann á að fylla í skarð Sverris Eyjólfssonar sem er tekinn við Fjölni í Grill 66 deildinni,“ sagði Arnar Daði. Jóhannes Berg Andrason spilar í FH í vetur líkt og pabbi hans gerði.VÍSIR/HULDA MARGRÉT 3. Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi í FH „Þetta var eftirsóttasti bitinn á markaðnum hérna heima. Það var löngu vitað að Víkingar myndu falla og flest lið í deildinni höfðu samband við hann. En hann fór í heimahaga pabba gamla [Andra Bergs Haraldssonar]. FH-ingar misstu Gytis Smantauskas sem náði alls ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra,“ sagði Arnar Daði, en Jóhannes Berg er örvhent skytta líkt og Smantauskas. 2. Aron Dagur Pálsson úr Elverum í Val „Hann var gríðarlega eftirsóttur af 4-5 bestu liðunum í deildinni. Ég held að maður geti sagt að hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit úti. Hann var bara orðinn samningslaus og það var hans von og trú að hann gæti haldið atvinnumannsferlinum úti, en nú er hann kominn í langbesta liðið á landinu í Val, og á leið í Evrópukeppni. Þetta er fyrir mér því bara betra fyrir hann, að koma heim og spila í Evrópukeppni og ná í titla,“ sagði Arnar Daði. 1. Hergeir Grímsson úr Selfossi í Stjörnuna „Þetta eru mjög athyglisverð félagaskipti því þau voru ljós svo snemma, í janúar eða febrúar. Patti [Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sem þjálfaði Hergeir hjá Selfossi] talar gríðarlega vel um Hergeir og hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni á marga vegu. Í vörn og sókn, alltaf glaður og ef hann er fúll þá hefur hann átt virkilega erfiðan leik. Það er óvænt að Stjarnan hafi náð að klófesta hann,“ sagði Arnar Daði. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira