Fjárfestingar í hærri vöxtum og verðbólgu Kristín Hildur Ragnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:01 Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Íslenskir bankar Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun