Svona virkar úrslitakeppnin: Fjórskipt barátta í lokin Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:00 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en allt getur gerst í úrslitakeppninni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Harkaleg fallbarátta, hnífjöfn keppni um Evrópupeninga og slagurinn um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn er það sem er fram undan í Bestu deild karla í fótbolta nú þegar styttist í fyrstu úrslitakeppnina í sögu efstu deildar á Íslandi. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h). Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú).
Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira