Dele Alli lánaður til Tyrklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Dele Alli mun leika í tyrknesku úrvalsdeildinni út tímabilið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Besiktas á láni frá Everton. Dele mun leika með liðinu út tímabilið. Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum. Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira
Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum.
Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira