Aldrei hafa fleiri mætt á Bylgjutónleika í Hljómskálagarðinum. Herra Hnetusmjör flutti lög eins og Klakar, Upp til hópa, Sorry mamma og Stjörnurnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af setti Herra Hnetusmjörs á tónleikunum. Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Herra Hnetusmjör gaf ungum áhorfanda peninga á miðjum tónleikum.
Vinur drengsins hafði kastað derhúfunni hans upp á sviðið. Rapparinn skilaði henni aftur á réttan stað, eftir að hafa sótt seðla í rassvasann á buxunum sínum. Gleði aðdáandans unga leyndi sér ekki. Atvikið má sjá á mínútu 11:30 í myndbandinu.