Casemiro: Verð sorgmæddur ef Man Utd kemst ekki í Meistaradeildina Atli Arason skrifar 27. ágúst 2022 07:01 Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag. Getty Images Nýjasti leikmaður Manchester United, Casemiro, segir að lið af sömu stærðargráðu og Manchester United eigi skilið að spila í Meistaradeild Evrópu. Þessi brasilíski miðjumaður kom til Manchester frá Real Madrid en spænska liðið keypti hann frá São Paulo árið 2013. Casemiro hefur því spilað reglulega í Meistaradeild Evrópu síðasta áratug en hann gat leyft sér að grínast í viðtali við ESPN aðspurður af því hvers vegna það væri ekkert stórmál að skipta yfir í félag sem spilar ekki í Meistadeild Evrópu. „Ég hef nú þegar unnið Meistaradeildina fimm sinnum,“ sagði Casemiro og hló áður en hann bætti við. „Auðvitað vil ég spila í Meistaradeildinni með Manchester United, þótt ég hafi unnið keppnina fimm sinnum þá er þetta mikilvægasti bikarinn í fótbolta og allir vilja vinna hann. Ef ég fæ ekki tækifæri til að spila í Meistaradeildinni með liðinu þá verð ég sorgmæddur en Manchester United er stór klúbbur sem á skilið að vera í þessari keppni.“ Casemiro var kynntur fyrir stuðningsmönnum Manchester United fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool síðasta mánudag. Varð hann þar með fimmti leikmaðurinn sem Manchester United keypti í félagaskiptaglugganum í sumar. „Manchester United hefur sýnt mér stuðning frá fyrsta degi. Knattspyrnustjórinn hafði mikinn áhuga á mér alveg frá því að ég hitti hann fyrst. Ég fæ sömu ást hér og ég fékk hjá Real. Tilfinningin að vera að fara að spila fyrir stórt lið í ensku úrvalsdeildinni er frábær,“ sagði Casemiro. Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag, þegar liðið fer í heimsókn til Southampton á leikvangi heilagrar Maríu í fyrsta leik fjórðu umferðar klukkan 11.30. We asked Casemiro if he was upset about not playing Champions League football with Man United... pic.twitter.com/119DAa2jZm— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2022 Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Þessi brasilíski miðjumaður kom til Manchester frá Real Madrid en spænska liðið keypti hann frá São Paulo árið 2013. Casemiro hefur því spilað reglulega í Meistaradeild Evrópu síðasta áratug en hann gat leyft sér að grínast í viðtali við ESPN aðspurður af því hvers vegna það væri ekkert stórmál að skipta yfir í félag sem spilar ekki í Meistadeild Evrópu. „Ég hef nú þegar unnið Meistaradeildina fimm sinnum,“ sagði Casemiro og hló áður en hann bætti við. „Auðvitað vil ég spila í Meistaradeildinni með Manchester United, þótt ég hafi unnið keppnina fimm sinnum þá er þetta mikilvægasti bikarinn í fótbolta og allir vilja vinna hann. Ef ég fæ ekki tækifæri til að spila í Meistaradeildinni með liðinu þá verð ég sorgmæddur en Manchester United er stór klúbbur sem á skilið að vera í þessari keppni.“ Casemiro var kynntur fyrir stuðningsmönnum Manchester United fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool síðasta mánudag. Varð hann þar með fimmti leikmaðurinn sem Manchester United keypti í félagaskiptaglugganum í sumar. „Manchester United hefur sýnt mér stuðning frá fyrsta degi. Knattspyrnustjórinn hafði mikinn áhuga á mér alveg frá því að ég hitti hann fyrst. Ég fæ sömu ást hér og ég fékk hjá Real. Tilfinningin að vera að fara að spila fyrir stórt lið í ensku úrvalsdeildinni er frábær,“ sagði Casemiro. Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag, þegar liðið fer í heimsókn til Southampton á leikvangi heilagrar Maríu í fyrsta leik fjórðu umferðar klukkan 11.30. We asked Casemiro if he was upset about not playing Champions League football with Man United... pic.twitter.com/119DAa2jZm— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2022
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti