Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 18:09 Gerður segir að múffur sem keyptar eru í bakaríi séu ekki að rugla fólk sem kaupir múffur í kynlífstækjaverslunum. Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu. Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla. Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Sjá meira
Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla.
Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Sjá meira