Klopp segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2022 07:00 Jürgen Klopp vill að Liverpool taki meiri áhættu á leikmannamarkaðnum. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum nú þegar félagið er í leit að miðjumanni rétt áður en félagsskiptaglugginn í flestum deildum evrópu lokar á morgun. Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira