Einn var handtekinn fyrir að ráðast á dyraverði í miðbænum og streittist hann á móti við handtöku. Sá var vistaður í fangaklefa. Annar var handtekinn grunaður um hótanir en hann hafði einnig ítrekað komið við sögu lögreglunnar um kvöldið.
Þá barst tilkynning um að ekið hefði verið utan í bíl og stungið af. Sá sem ók á bílinn gaf hvorki upp upplýsingar um sig né tilkynnti tjónið.
Tveir menn voru handteknir á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa brotist inn í húsbíl og halda til þar. Mennirnir eru sagðir hafa unnið umtalsverðar skemmdir á húsbílnum.
Þá var nokkuð um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.