Kolstad vann átta marka sigur á Drammen, 21-29, en Kolstad vann fyrri leik liðanna einnig en þá með tveggja marka mun.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur Kolstad í leiknum með sex mörk úr sex skotum en Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk.
Óskar Ólafsson var í leikmannahópi Drammen en komst ekki á blað.
Í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta gerði Lovísa Thompson eitt mark fyrir Ringköbing sem steinlág fyrir Nykobing, 32-20.