Í norsku úrvalsdeildinni fóru fram sex leikir en aðeins tveir íslenskir leikmenn komu við sögu.
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði eitt mark þegar lið hans, Kristiansund, vann 3-1 sigur á Sandefjord. Brynjólfur var í byrjunarliði en var skipt af velli seint í leiknum.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking Stavanger sem tapaði 4-1 fyrir Rosenborg.
Í Grikklandi lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem gerði markalaust jafntefli við Aris þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft í uppbótartíma, eitt á hvort lið.