Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 11:39 Liz Truss hefur verið kjörin nýr leiðtogi Íhaldsflokks Bretlands. EPA-EFE/Neil Hall Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Truss hafði betur í baráttunni gegn Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, en stjórnmálarýnendur gerðu alltaf ráð fyrir að Truss hefði betur. Ráðgert er að fyrsta verkefni Truss í embætti verði að bregðast við hækkandi verðlagi en hún hefur ýjað að því að það verði gert með skattalækkunum. Þá gera stjórnmálaskýrendur breska ríkisútvarpsins ráð fyrir að strax á fimmtudag muni Truss tilkynna áætlun um viðbrögð við hækkandi orkuverði. Alls voru 172.437 flokksmenn á kjörskrá og 82,6 prósent þeirra greiddu atkvæði í kosningunni. Sunak hlaut 60.399 atkvæði og Truss hlaut 81.326 atkvæði. I am honoured to be elected Leader of the Conservative Party.Thank you for putting your trust in me to lead and deliver for our great country.I will take bold action to get all of us through these tough times, grow our economy, and unleash the United Kingdom’s potential. pic.twitter.com/xCGGTJzjqb— Liz for Leader (@trussliz) September 5, 2022 Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í júlí eftir miklar deilur innan flokksins en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hans höfðu sagt af sér vegna óánægju með formennsku hans. Johnson hefur verið forsætisráðherra síðan árið 2019 þegar hann tók við embættinu af Theresu May. Þó svo að breytingar séu yfirvofandi á bresku ríkisstjórninni og líklegt að margir nýir taki við ráðherraembætti þýðir það ekki endilega að þingkosningar séu á næsta leiti. Það er alfarið undir nýjum forsætisráðherra komið hvað gert verður. Þegar May tók til að mynda við embættinu af David Cameron árið 2016 ákvað hún að blása ekki til þingkosninga þegar í stað. Truss sagði í sigurræðu sinni að þingkosningar verði næst árið 2024. Leiðtogakosningarnar hafa verið langt ferli, nærri tveir mánuðir eru liðnir síðan Johnson tilkynnti afsögn sína. Kosningarnar fóru fram í sex umferðum og var tilkynnt um niðurstöðu síðustu umferðar í dag. Þeir sem duttu út úr leiðtogaslagnum voru; Nadhim Zahawi þingforseti, sem datt út í fyrstu umferð; Jeremy Hunt fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem datt út í fyrstu umferð; Suella Braverman ríkissaksóknari, sem datt út í annarri umferð; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar, sem datt út í þriðju umferð; Kemi Badenoch fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, sem datt út í fjórðu umferð; og Penny Mordaunt viðskiptaráðherra, sem datt út í fimmtu umferð. Johnson og Truss munu leggja leið sína til Balmoral í Skotlandi á morgun, þar sem Elísabet Bretadrottning heldur til þessa dagana. Johnson fer þar á sinn síðasta fund með drottningunni sem forsætisráðherra og Truss á sinn fyrsta en það er í verkahring Elísabetar að skipa nýjan forsætisráðherra í embætti. Þetta verður fyrsta skipti á sjötíu ára valdatíð Elísabetar sem nýr forsætisráðherra er ekki settur í embætti í Buckingham höll en vegna heilsubrests á drottningin erfitt með ferðalög. Bretland Kosningar í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44 Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Truss hafði betur í baráttunni gegn Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, en stjórnmálarýnendur gerðu alltaf ráð fyrir að Truss hefði betur. Ráðgert er að fyrsta verkefni Truss í embætti verði að bregðast við hækkandi verðlagi en hún hefur ýjað að því að það verði gert með skattalækkunum. Þá gera stjórnmálaskýrendur breska ríkisútvarpsins ráð fyrir að strax á fimmtudag muni Truss tilkynna áætlun um viðbrögð við hækkandi orkuverði. Alls voru 172.437 flokksmenn á kjörskrá og 82,6 prósent þeirra greiddu atkvæði í kosningunni. Sunak hlaut 60.399 atkvæði og Truss hlaut 81.326 atkvæði. I am honoured to be elected Leader of the Conservative Party.Thank you for putting your trust in me to lead and deliver for our great country.I will take bold action to get all of us through these tough times, grow our economy, and unleash the United Kingdom’s potential. pic.twitter.com/xCGGTJzjqb— Liz for Leader (@trussliz) September 5, 2022 Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í júlí eftir miklar deilur innan flokksins en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hans höfðu sagt af sér vegna óánægju með formennsku hans. Johnson hefur verið forsætisráðherra síðan árið 2019 þegar hann tók við embættinu af Theresu May. Þó svo að breytingar séu yfirvofandi á bresku ríkisstjórninni og líklegt að margir nýir taki við ráðherraembætti þýðir það ekki endilega að þingkosningar séu á næsta leiti. Það er alfarið undir nýjum forsætisráðherra komið hvað gert verður. Þegar May tók til að mynda við embættinu af David Cameron árið 2016 ákvað hún að blása ekki til þingkosninga þegar í stað. Truss sagði í sigurræðu sinni að þingkosningar verði næst árið 2024. Leiðtogakosningarnar hafa verið langt ferli, nærri tveir mánuðir eru liðnir síðan Johnson tilkynnti afsögn sína. Kosningarnar fóru fram í sex umferðum og var tilkynnt um niðurstöðu síðustu umferðar í dag. Þeir sem duttu út úr leiðtogaslagnum voru; Nadhim Zahawi þingforseti, sem datt út í fyrstu umferð; Jeremy Hunt fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem datt út í fyrstu umferð; Suella Braverman ríkissaksóknari, sem datt út í annarri umferð; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar, sem datt út í þriðju umferð; Kemi Badenoch fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, sem datt út í fjórðu umferð; og Penny Mordaunt viðskiptaráðherra, sem datt út í fimmtu umferð. Johnson og Truss munu leggja leið sína til Balmoral í Skotlandi á morgun, þar sem Elísabet Bretadrottning heldur til þessa dagana. Johnson fer þar á sinn síðasta fund með drottningunni sem forsætisráðherra og Truss á sinn fyrsta en það er í verkahring Elísabetar að skipa nýjan forsætisráðherra í embætti. Þetta verður fyrsta skipti á sjötíu ára valdatíð Elísabetar sem nýr forsætisráðherra er ekki settur í embætti í Buckingham höll en vegna heilsubrests á drottningin erfitt með ferðalög.
Bretland Kosningar í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44 Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02
Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15