Pogba þarf að fara undir hnífinn: HM í hættu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 19:00 Pogba mun þurfa að horfa á liðsfélaga sína æfa næstu vikurnar þar sem hann þarf að fara undir hnífinn vegna meiðsla á hné. Daniele Badolato/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Talið er að Pogba verði frá í 40 til 60 daga en aðeins eru 78 dagar þangað til Frakkland hefur leik á HM í Katar. Pogba gekk í raðir Juventus á nýjan leik í sumar eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Hinn 29 ára gamli miðvallarleikmaður meiddist hins vegar á hné áður en Serie A, ítalska úrvalsdeildin fór af stað, og hefur ekki enn leikið með liðinu á þessari leiktíð. Juventus midfielder Paul Pogba is to undergo surgery on the meniscus in his right knee.Pogba, 29, tore his meniscus in late July during #Juve's pre-season.More from @JamesHorncastle https://t.co/uNphHsQSk7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 5, 2022 Nú hefur The Athletic greint frá að eitthvað er í að Pogba snúi aftur á völlinn en hann þarf að fara undir hnífinn. Pogba og læknateymi Juventus vildi reyna komast hjá því að senda Frakkann í aðgerð en nú er ljóst að það er eina leiðin til að hann nái sér að fullu. Juventus hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi leiktíðar. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum. Þá hefur miðja liðsins verið til mikilla vandræða eins og var tekið fram í hlaðvarpsþættinum Punktur og basta nýverið en þar er fjallað um allt er viðkemur Serie A. Þrátt fyrir þetta ákvað Juventus að lána Arthur Melo til Liverpool og Denis Zakaria til Chelsea. Mögulega taldi Max Allegri, þjálfari liðsins, að Pogba yrði leikfær fyrr heldur en seinna. Annað hefur nú komið á daginn. Juventus er sem stendur í París þar sem liðið mætir heimamönnum í París Saint-Germain er Meistaradeild Evrópu fer af stað á nýjan leik á morgun. Verður leikurinn sýndur beint Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira
Pogba gekk í raðir Juventus á nýjan leik í sumar eftir að samningur hans við Manchester United rann út. Hinn 29 ára gamli miðvallarleikmaður meiddist hins vegar á hné áður en Serie A, ítalska úrvalsdeildin fór af stað, og hefur ekki enn leikið með liðinu á þessari leiktíð. Juventus midfielder Paul Pogba is to undergo surgery on the meniscus in his right knee.Pogba, 29, tore his meniscus in late July during #Juve's pre-season.More from @JamesHorncastle https://t.co/uNphHsQSk7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 5, 2022 Nú hefur The Athletic greint frá að eitthvað er í að Pogba snúi aftur á völlinn en hann þarf að fara undir hnífinn. Pogba og læknateymi Juventus vildi reyna komast hjá því að senda Frakkann í aðgerð en nú er ljóst að það er eina leiðin til að hann nái sér að fullu. Juventus hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi leiktíðar. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum. Þá hefur miðja liðsins verið til mikilla vandræða eins og var tekið fram í hlaðvarpsþættinum Punktur og basta nýverið en þar er fjallað um allt er viðkemur Serie A. Þrátt fyrir þetta ákvað Juventus að lána Arthur Melo til Liverpool og Denis Zakaria til Chelsea. Mögulega taldi Max Allegri, þjálfari liðsins, að Pogba yrði leikfær fyrr heldur en seinna. Annað hefur nú komið á daginn. Juventus er sem stendur í París þar sem liðið mætir heimamönnum í París Saint-Germain er Meistaradeild Evrópu fer af stað á nýjan leik á morgun. Verður leikurinn sýndur beint Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Sjá meira