Bieber aflýsir fjölda tónleika vegna heilsubrests Árni Sæberg skrifar 6. september 2022 20:35 Justin Bieber stígur að öllum líkindum ekki á svið á næstunni. Joseph Okpako/Getty Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með. Söngvarinn segir í tilkynningu að hann hafi ákveðið að hefja tónleikaferðalag sitt, Justice, á ný eftir að hafa þurft að taka hlé vegna Ramsey-Hunt taugasjúkdómsins. Eftir að hafa fengið sjúkdóminn lamaðist Bieber í andliti öðru megin tímabundið. Hann segir það hafa tekið mikið á sig að halda sex tónleika á Evrópulegg tónleikaferðalagsins. Um helgina hafi hann svo haldið tónleika í Ríó í Brasilíu og lagt sig allan fram við að skemmta Brasilíumönnum. „Eftir að hafa stigið af sviðinu tók ofsaþreytan yfir mig. Ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að setja heilsuna í fyrsta sæti. Þess vegna ætla ég að taka mér leyfi frá tónleikaferðalaginu að svo stöddu. Það verður í lagi með mig en ég þarf tíma til að hvíla og jafna mig,“ segir hann. Dægurmiðilinn TMZ hefur eftir heimildamanni sínum að helsta ástæða þess að Bieber hafi ákveðið að taka sér hlé frá ferðalaginu sé andleg heilsa hans. Hann hafi átt erfitt andlega undanfarin ár. Í frétt TMZ segir jafnframt að aum sjötíu tónleikar hafi verið á áætlun Justice tónleikaferðalagsins og að óljóst sé með öllu hvenær þeir munu vera haldnir. Tónlist Hollywood Mest lesið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Söngvarinn segir í tilkynningu að hann hafi ákveðið að hefja tónleikaferðalag sitt, Justice, á ný eftir að hafa þurft að taka hlé vegna Ramsey-Hunt taugasjúkdómsins. Eftir að hafa fengið sjúkdóminn lamaðist Bieber í andliti öðru megin tímabundið. Hann segir það hafa tekið mikið á sig að halda sex tónleika á Evrópulegg tónleikaferðalagsins. Um helgina hafi hann svo haldið tónleika í Ríó í Brasilíu og lagt sig allan fram við að skemmta Brasilíumönnum. „Eftir að hafa stigið af sviðinu tók ofsaþreytan yfir mig. Ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að setja heilsuna í fyrsta sæti. Þess vegna ætla ég að taka mér leyfi frá tónleikaferðalaginu að svo stöddu. Það verður í lagi með mig en ég þarf tíma til að hvíla og jafna mig,“ segir hann. Dægurmiðilinn TMZ hefur eftir heimildamanni sínum að helsta ástæða þess að Bieber hafi ákveðið að taka sér hlé frá ferðalaginu sé andleg heilsa hans. Hann hafi átt erfitt andlega undanfarin ár. Í frétt TMZ segir jafnframt að aum sjötíu tónleikar hafi verið á áætlun Justice tónleikaferðalagsins og að óljóst sé með öllu hvenær þeir munu vera haldnir.
Tónlist Hollywood Mest lesið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira