Er íslenska óvinsæl? Ármann Jakobsson skrifar 7. september 2022 09:00 Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar