Ólíklegt að leikið verði á Englandi um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 20:31 Enski boltinn verður að öllum líkindum settur á ís um helgina. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar í dag þykir afar ólíklegt að leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og neðri deildum landsins, muni fara fram. Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022 Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022
Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira