Á götunni eftir altjón í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 20:30 Erla Kristjánsdóttir missti allt sitt þegar félagsleg íbúð sem hún hefur leigt af Hafnarfjarðarbæ brann til kaldra kola. Hún gagnrýnir úrræðaleysi sveitarfélagsins í málinu en hún hafi ekki fengið neina aðstoð þaðan. Sárasti missirinn sé þó af kisunni Óliver sem hún telur að hefði mátt bjarga. Vísir/Sigurjón Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229 Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229
Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47