Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:13 Vilhjálmur prins og Elísabet drottning. Getty/Max Mumb Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína. „Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
„Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20
Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30
Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00