„Búin að vera að njósna á Instagram“ Atli Arason skrifar 11. september 2022 11:00 Helena Ólafsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir ræða málin í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur. „Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
„Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti