Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stóri skjálftinn varð klukkan rúmlega eitt í nótt en fáar tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að hann hafi fundist í byggð. Skjálftinn varð rúma tíu kílómetra norðnorðaustur af Grímsey.
Þónokkur skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið, þar af nokkrir yfir þrír að stærð. Varðskipið Þór er staðsett við Grímsey og verður þar næstu daga til þess að aðstoða íbúa eyjunnar ef þess þarf. Óvissustig almannavarna er við gildi á svæðinu.
Skjálftahrinan hefur nú staðið yfir í nokkra daga en stærsti skjálftinn varð klukkan fjögur nóttina 8. september. Sá mældist 4,9 að stærð. Alls hafa um sex þúsund skjálftar mælst síðan hrinan hófst.