Kaup hlutafjár eina leiðin í þröngri stöðu Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 23:32 Margrét Pála Ólafsdóttir, Magga Pála, er höfundur Hjallastefnunnar. Vísir/Vilhelm Höfundi Hjallastefnunnar þykir afskaplega miður að félagið, sem rekur leik- og grunnskóla, hafi þurft að kaupa hlutafé fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins með töluverðum hagnaði fyrir framkvæmdastjórann. Stundin greindi frá því á dögunum að einkarekna leik- og grunnskólafyrirtækið hafi greitt tæplega 55 milljónir króna út úr félaginu til þess að kaupa allt hlutafé framkvæmdastjórans Þórdísar Jónu Sigurðardóttur í félaginu við starfslok hennar. Í bréfi til foreldra barna sem ganga í skóla Hjallastefnunnar segir Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, að frétt Stundarinnar sé rétt en að margt vanti til að fylla upp í myndina. Hennar mat sé að foreldrar og starfsfólk eigi skilið að fá fyllri upplýsingar um málið. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hagur hennar vænkaðist vel þegar hún lét af störfum. „Enn frekar vil ég að þið vitið hversu miður mér þykir að mál skipuðust með þeim hætti sem fréttin lýsir,“ segir Magga Pála, líkt og hún er ævinlega kölluð. Verður aldrei gert aftur Magga Pála segir að hlutafjáreign Þórdísar Jónu hafi verið til komin vegna fjárfestingar hennar í félaginu, viðbótareign vegna kaupréttarsamninga og loks kaupum Þórdísar Jónu af henni frá upphafi starfs hennar. Söluhagnaður Þórdísar Jónu hafi numið um þrjátíu milljónum króna líkt og segir í fréttinni. „Í fréttinni kemur einnig skýrt fram að ferlið, sem þar er um fjallað, hefur aldrei átt sér stað áður innan félagsins og mun ekki verða aftur. Kaupréttarsamningar hafa hvorki fyrr né síðar verið gerðir og sala á hlutafé aldrei orðið til hagnaðar fyrir hluthafa í Hjallastefnunni. Arður hefur aldrei verið greiddur. Ég sjálf hef ekki hagnast á hlutafjársölu þar sem ofangreind kaup af mér var sala á litlum hluta sem ég hafði áður keypt á dýrara gengi og seldi því með gengistapi,“ segir í bréfi Möggu Pálu. Verkefni næstu ára að færa félagið inn í sjálfseignarstofnun Magga Pála segir að hugmyndafræði Hjallastefnunnar hafi ávallt verið að félagið sé ekki rekið í hagnaðarskyni heldur til að bjóða börnum og foreldrum valkost í uppeldis- og menntamálum. Sé afkoma félagsins jákvæð sé tækifærið ávallt notað til að styrkja starf skólanna og þróun Hjallastefnunnar. „Félagsformið er þó einkahlutafélag, form sem ég sem höfundur Hjallastefnunnar valdi við stofnun samnefnds rekstrarfélags — einfaldlega því aðrir kostir reyndust ekki færir á þeirri stundu,“ segir Magga Pála. Þá segir hún að undanfarin fimm ár hafi hún leitað ráðgjafar með að færa félagið inn í sjálfseignarstofnun eða samvinnufélag og að það sé verkefni hennar næstu fimm árin. Eini eigandinn þar til fé vantaði Magga Pála segir að hún hafi lengi vel verið eini eigandi Hjallastefnunnar eða fram til áranna 2008 til 2009. Þá hafi uppbygging fyrsta grunnskóla félagsins við Vífilsstaði staðið yfir en húsnæði þar dyggði aðeins fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Vilji hennar hafi verið að geta boðið börnum á öllu yngsta stigi grunnskóla skólavist en til þess hafi þurft að finna lausar skólastofur. Leikskólinn Litlu-Ásar er hluti af mikilli uppbyggingu Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum, sem hófst á árunum eftir hrun.Vísir/Vilhelm „Engin bankalán voru í boði og aðstoð frá opinberum aðilum var engin utan tveggja skólastofa sem við leigðum af Garðabæ. Foreldrar vildu að venju allt gera til að finna leið fyrir kaupum á því sem upp á vantaði og leiðin var að selja hlutafé í Hjallastefnunni sem þá nam 20 prósent af heildareign,“ segir hún. Hún segir foreldra alltaf hafa verið það bakland sem hafi byggt upp og hvatt stjórnendur skólans og þarna hafi þeir keypt hlutafé í þeim tilgangi einum að borga fyrir viðbótarhúsin. Síðan þá hafi ekki verið sýslað með hlutafé í félaginu fyrir utan það að hún sjálf eða félagið hafi keypt hlutafé til baka af foreldrum. Það hafi ekki síst verið gert vegna stefnu hennar um að færa félagið inn í sjálfseignarstofnun. Stefnumótunarvinna skilaði ekki árangri Magga Pála segir að eina undantekningin á þeirri stefnu hafi verið við ráðningu Þórdísar Jónu. Þá hafi hún og hennar nánasta samstarfsfólk talið að hagsmunir Hjallastefnunnar væru að heimila nýjan, starfandi hluthafa til að deila ábyrgð og styrkja tengsl Þórdísar Jónu við félagið. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar segir Þórdís Jóna að hún hafi haft trú á félaginu, þrátt fyrir að það væri í fjárhagskröggum, og því keypt hlutafé í því fyrir tuttugu milljónir króna þegar hún hóf störf. „Forsendan var að um væri að ræða samvinnu til framtíðar á þeim tíma. Félagið greiðir aldrei arð og því væri eini tilgangurinn að veita viðkomandi aðgang að áhrifum á stefnu og starfsemi félagsins. Eftir nokkurra ára samstarf reyndist þó stefnumótunarvinna ekki skila tilætluðum árangri og því skildu leiðir,“ segir í bréfi Möggu Pálu. Hjallastefnan hafi þá leitað til bæði lögfræðinga og endurskoðenda sem hafi talið kaup félagsins á hlutafé Þórdísar Jónu eina leið færa í þröngri stöðu. „Mér þykir afskaplega miður hvernig þetta ferli gekk fyrir sig enda samræmist það ekki hugsjónum okkar og þeirri ráðstöfun fjár sem hefur ávallt verið leiðarljós okkar. Bæði félagið og ég sjálf höfum dregið lærdóm af þessari reynslu og áframhaldandi skref verða tekin í því ljósi,“ segir Magga Pála áður en hún skilar sínum hlýjustu kveðjum til foreldra. Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Stundin greindi frá því á dögunum að einkarekna leik- og grunnskólafyrirtækið hafi greitt tæplega 55 milljónir króna út úr félaginu til þess að kaupa allt hlutafé framkvæmdastjórans Þórdísar Jónu Sigurðardóttur í félaginu við starfslok hennar. Í bréfi til foreldra barna sem ganga í skóla Hjallastefnunnar segir Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, að frétt Stundarinnar sé rétt en að margt vanti til að fylla upp í myndina. Hennar mat sé að foreldrar og starfsfólk eigi skilið að fá fyllri upplýsingar um málið. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Hagur hennar vænkaðist vel þegar hún lét af störfum. „Enn frekar vil ég að þið vitið hversu miður mér þykir að mál skipuðust með þeim hætti sem fréttin lýsir,“ segir Magga Pála, líkt og hún er ævinlega kölluð. Verður aldrei gert aftur Magga Pála segir að hlutafjáreign Þórdísar Jónu hafi verið til komin vegna fjárfestingar hennar í félaginu, viðbótareign vegna kaupréttarsamninga og loks kaupum Þórdísar Jónu af henni frá upphafi starfs hennar. Söluhagnaður Þórdísar Jónu hafi numið um þrjátíu milljónum króna líkt og segir í fréttinni. „Í fréttinni kemur einnig skýrt fram að ferlið, sem þar er um fjallað, hefur aldrei átt sér stað áður innan félagsins og mun ekki verða aftur. Kaupréttarsamningar hafa hvorki fyrr né síðar verið gerðir og sala á hlutafé aldrei orðið til hagnaðar fyrir hluthafa í Hjallastefnunni. Arður hefur aldrei verið greiddur. Ég sjálf hef ekki hagnast á hlutafjársölu þar sem ofangreind kaup af mér var sala á litlum hluta sem ég hafði áður keypt á dýrara gengi og seldi því með gengistapi,“ segir í bréfi Möggu Pálu. Verkefni næstu ára að færa félagið inn í sjálfseignarstofnun Magga Pála segir að hugmyndafræði Hjallastefnunnar hafi ávallt verið að félagið sé ekki rekið í hagnaðarskyni heldur til að bjóða börnum og foreldrum valkost í uppeldis- og menntamálum. Sé afkoma félagsins jákvæð sé tækifærið ávallt notað til að styrkja starf skólanna og þróun Hjallastefnunnar. „Félagsformið er þó einkahlutafélag, form sem ég sem höfundur Hjallastefnunnar valdi við stofnun samnefnds rekstrarfélags — einfaldlega því aðrir kostir reyndust ekki færir á þeirri stundu,“ segir Magga Pála. Þá segir hún að undanfarin fimm ár hafi hún leitað ráðgjafar með að færa félagið inn í sjálfseignarstofnun eða samvinnufélag og að það sé verkefni hennar næstu fimm árin. Eini eigandinn þar til fé vantaði Magga Pála segir að hún hafi lengi vel verið eini eigandi Hjallastefnunnar eða fram til áranna 2008 til 2009. Þá hafi uppbygging fyrsta grunnskóla félagsins við Vífilsstaði staðið yfir en húsnæði þar dyggði aðeins fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Vilji hennar hafi verið að geta boðið börnum á öllu yngsta stigi grunnskóla skólavist en til þess hafi þurft að finna lausar skólastofur. Leikskólinn Litlu-Ásar er hluti af mikilli uppbyggingu Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum, sem hófst á árunum eftir hrun.Vísir/Vilhelm „Engin bankalán voru í boði og aðstoð frá opinberum aðilum var engin utan tveggja skólastofa sem við leigðum af Garðabæ. Foreldrar vildu að venju allt gera til að finna leið fyrir kaupum á því sem upp á vantaði og leiðin var að selja hlutafé í Hjallastefnunni sem þá nam 20 prósent af heildareign,“ segir hún. Hún segir foreldra alltaf hafa verið það bakland sem hafi byggt upp og hvatt stjórnendur skólans og þarna hafi þeir keypt hlutafé í þeim tilgangi einum að borga fyrir viðbótarhúsin. Síðan þá hafi ekki verið sýslað með hlutafé í félaginu fyrir utan það að hún sjálf eða félagið hafi keypt hlutafé til baka af foreldrum. Það hafi ekki síst verið gert vegna stefnu hennar um að færa félagið inn í sjálfseignarstofnun. Stefnumótunarvinna skilaði ekki árangri Magga Pála segir að eina undantekningin á þeirri stefnu hafi verið við ráðningu Þórdísar Jónu. Þá hafi hún og hennar nánasta samstarfsfólk talið að hagsmunir Hjallastefnunnar væru að heimila nýjan, starfandi hluthafa til að deila ábyrgð og styrkja tengsl Þórdísar Jónu við félagið. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar segir Þórdís Jóna að hún hafi haft trú á félaginu, þrátt fyrir að það væri í fjárhagskröggum, og því keypt hlutafé í því fyrir tuttugu milljónir króna þegar hún hóf störf. „Forsendan var að um væri að ræða samvinnu til framtíðar á þeim tíma. Félagið greiðir aldrei arð og því væri eini tilgangurinn að veita viðkomandi aðgang að áhrifum á stefnu og starfsemi félagsins. Eftir nokkurra ára samstarf reyndist þó stefnumótunarvinna ekki skila tilætluðum árangri og því skildu leiðir,“ segir í bréfi Möggu Pálu. Hjallastefnan hafi þá leitað til bæði lögfræðinga og endurskoðenda sem hafi talið kaup félagsins á hlutafé Þórdísar Jónu eina leið færa í þröngri stöðu. „Mér þykir afskaplega miður hvernig þetta ferli gekk fyrir sig enda samræmist það ekki hugsjónum okkar og þeirri ráðstöfun fjár sem hefur ávallt verið leiðarljós okkar. Bæði félagið og ég sjálf höfum dregið lærdóm af þessari reynslu og áframhaldandi skref verða tekin í því ljósi,“ segir Magga Pála áður en hún skilar sínum hlýjustu kveðjum til foreldra.
Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira