Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir lögregla hafi verið kölluð á vettvang og að maðurinn hafi fyrst verið fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðar á Landspítalann í Reykjavík þar sem hann lést á föstudag.
Slysið varð á gömlum vegslóða, en lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og er hún langt komin.